Um Önnu Möggu 

Anna Margrét Káradóttir, Anna Magga eins og hún er alltaf kölluð kemur frá Þorlákshöfn, þó hún sé búsett í Reykjavík í dag. Hún fæddist þann 8.desember árið 1983 og ólst upp í Þorlákshöfn sem er henni afar kær enda er hún alltaf með annan fótinn þar. 

Eftir útskrift úr Grunnskóla Þorlákshafnar, þar sem Anna Magga tók virkan þátt í félagslífi skólans og tróð sér inn í allar leiksýningar sem settar voru upp, lá leiðin í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í FSU tók Anna Magga þátt í öllum leiksýningum skólans og fór með eitt af aðalhlutverkunum í þremur þeirra. Hún lék Lindu í Gauragangi, leikstýrt af Sigrúnu Sól Ólafsdóttur, Magentu í Rocky Horror, leikstýrt af Guðmundi Karli Sigurdórssyni og eitt af aðalhlutverkunum í sýningunni Fuglinn minn heitir Fótógen, einnig leikstýrt af Sigrúnu Sól Ólafsdóttur.  Stefnan var alltaf sett á leiklistina. 

 

Eftir útskrift frá FSU lá leiðin til Bretlands í draumanámið en þar nam Anna Magga leiklist í Rose Bruford og útskrifaðist þaðan með BA gráðu árið 2011. 

Anna Magga hlaut styrk frá The Sir John Gielgud Charitable Trust við útskrift úr Rose Bruford.  

Eftir útskrift lá leiðin aftur heim til Íslands og hefur Anna Magga tekið að sér allskonar verkefni, leikið í auglýsingum, sjónvarpsþáttum, kvikmyndum, verið með útvarpsþátt, lesið inn á auglýsingar, haldið tónleika og sett upp leiksýningu með karakter sínum Ömmu Dídí. 

Amma Dídí er karakter sem hefur fylgt Önnu Möggu frá útskrift. Hæst ber að nefna leiksýninguna Einnar nætur gaman með Ömmu Dídí , leiksýning sem Anna Magga setti upp í Frystiklefanum, Rifi en þar fékk hún til liðs við sig leikarann Ásgrím Geir Logason og var það í höndum Kára Viðarssonar, leikhússtjóra Frystiklefans að leikstýra sýningunni. Sýningin var einnig sýnd á ensku, One night stand (up) with Grandma Dídí. 

 

Create Your Own Website With Webador